Mygla hefur greinst í Myllubakkaskóla

Reykjanesbær.
Reykjanesbær.

Greinst hefur mygla í Myllubakkaskóla í Keflavík og hafa nokkrir starfsmenn og nemendur fundið fyrir verulegum einkennum.

Lagfæringar hafa farið fram á grunnskólanum, sem er orðinn 70 ára, en þær hafa ekki borið nægilegan árangur, að því er Víkurfréttir greina frá.

Einn þeirra sem er í veikindaleyfi er skólastjóri skólans.

Að sögn Helga Arnarsonar, sviðsstjóra fræðslusviðs Reykjanesbæjar, eru næstum tvö ár síðan myglan greindist fyrst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka