Skrefinu nær takmarkalausum jólatónleikum

Eldborg í Hörpu.
Eldborg í Hörpu. Ljósmynd/Harpa

For­stjóri Senu Live fagn­ar þeim aflétt­ing­um sótt­varnaaðgerða sem heil­brigðisráðherra til­kynnti í gær. Hann set­ur ekki út á það að aflétt­ing­in fari fram í tveim­ur skref­um en von­ast til að skrefið verði stigið til fulls eft­ir fjór­ar vik­ur.

„Fyr­ir okk­ur er þetta stór­kost­legt skref og ég er ekki að gagn­rýna að þetta sé tekið í skref­um. Viðburðir verða ein­fald­ari og ódýr­ari í fram­kvæmd. Þetta hef­ur mest að segja fyr­ir viðburði en í kvik­mynda­hús­um er þetta aðallega ein­föld­un í ferl­um,“ seg­ir for­stjór­inn Jón Diðrik Jóns­son.

Bocelli-tón­leik­ar ein­fald­ari í sniðum eft­ir reglu­breyt­ing­ar

Áform eru uppi um Andrea Bocelli-tón­leika í lok nóv­em­ber í Kórn­um þar sem gest­ir verða allt að 7.000. Jón seg­ir að það hafi reynst þraut­in þyngri að skipta þeim sem höfðu keypt miða niður í 500 manna hólf með til­heyr­andi aðbúnaði eins og regl­ur gerðu ráð fyr­ir allt þar til í dag. „Við þurft­um ein­föld­un til að geta haldið þetta þokka­lega,“ seg­ir Jón en sam­kvæmt reglu­gerðinni sem tók gildi á miðnætti mega nú 2.000 koma sam­an í einu hólfi.

Þá bend­ir allt til þess að jóla­tón­leika­hald geti farið fram með hefðbundn­um hætti.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert