Dómur vegna morðsins í Rauðagerði kveðinn upp

Angj­el­in Sterkaj hefur játað sök.
Angj­el­in Sterkaj hefur játað sök. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dómur vegna morðsins á Armando Beqirai verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 8:50 í dag. Armando var skotinn fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. Um er að ræða hið svokallaða Rauðagerðismál en fjórir eru ákærðir í því. 

Angj­el­in Sterkaj var eini sak­born­ing­ur­inn sem hefur þegar játað að hafa orðið Arm­ando Beqirai að bana þann 13. fe­brú­ar síðastliðinn að heim­ili þess síðar­nefnda í Rauðagerði. Angj­el­in seg­ir að morðið á Arm­ando hafi verið nauðvörn.

Shpetim Qerimi er einn af sakborningunum.
Shpetim Qerimi er einn af sakborningunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Shpetim Qerimi var ákærður fyr­ir að hafa tekið þátt í morðinu með því að aka Angj­el­in á vett­vang glæps­ins og svo til baka þaðan um leið og hann hafði verið fram­inn. Við aðalmeðferð máls­ins kom fram að það hafi liðið minna en mín­úta frá því að Angj­el­in og Shpetim komu í Rauðagerði og þar til þeir voru farn­ir þaðan aft­ur.

Claudia Sofia Coel­ho Car­val­ho.
Claudia Sofia Coel­ho Car­val­ho. mbl.is/Kristinn Magnússon

2.000 blaðsíðna lögregluskýrsla

Claudiu Sofiu Coel­ho Car­val­ho var gefið að sök að hafa bent Angj­el­in á hvenær bíll Arm­andos keyrði af stað í átt að Rauðagerði, til þess að Angj­el­in gæti vitað hvenær hann ætti að láta til skar­ar skríða. 

Murat Selivrada.
Murat Selivrada. mbl.is/Kristinn Magnússon

Murat Selivrada er gefið að sök að hafa bent Claudiu á hvaða bíl hún ætti að fylgj­ast með. Þannig hafi hann tekið þátt í morðinu á Arm­ando, sem hann seg­ir hafa verið ná­inn vin sinn. Við upp­haf aðalmeðferðar fyr­ir rúm­um mánuði sagðist Murat eyðilagður vegna máls­ins.

Málið hefur allt verið mjög um­fangs­mikið og tók aðalmeðferð þess fyr­ir héraðsdómi tals­verðan tíma. Lög­reglu­skýrsla um málið taldi um 2.000 blaðsíður og vitn­in sem komu fyr­ir dóm­ara við aðalmeðferðina skiptu tug­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert