Fylgjast með loftgæðum íbúa

Þrír nýir loftgæðamælar hafa verið settir upp á Keflavíkurflugvelli.
Þrír nýir loftgæðamælar hafa verið settir upp á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd/ Aðsend

Þrír nýir loftgæðamælar hafa verið settir upp á Keflavíkurflugvelli og þá hafa einnig verið settir upp slíkir mælar í Sandgerði og Garði, til að fylgjast með loftgæðum íbúa.

Um er að ræða verkefni á vegum Isavia, í samvinnu við verkfræðistofuna Vista, og er liður í sjálfbærnistefnu fyrirtækisins. Staðsetning mælanna í Garði og Sandgerði var valin í samstarfi við Suðurnesjabæ og Umhverfisstofnun til að þétta mælanet stofnunarinnar.

Sambærilegir mælar í Níkaragva

Í tilkynningu frá Isavia kemur fram að mælarnir mæli ýmis efni í andrúmsloftinu sem geta borist frá eldstöðvum, meðal annars brennisteinsvetni, brennisteinsdíoxíð og köfnunarefnisdíoxíð.

Auk þess greina mælarnir hitastig, rakastig og loftþrýsting. Mælarnir eru frá fyrirtækinu AQmesh sem hefur sérhæft sig í loftgæðamálum. Hafa sambærilegir mælar til að mynda verið notaðir til að mæla brennisteinsdíoxíð frá eldfjallinu Masya í Níkaragva.

Að loknum prófunum verða mælingarnar gerðar aðgengilegar á vef Umhverfisstofnunar svo almenningur getur fylgst með. Ástand loftgæða er litamerkt þannig að styrkur mengunarefna á hverri stöð ræður litnum.

Hér má sjá hvernig niðurstöður mælinganna birtast á vef Umhverfisstofnunar. …
Hér má sjá hvernig niðurstöður mælinganna birtast á vef Umhverfisstofnunar. Þessi mynd miðar við stöðu loftgæða klukkan 13:54, 21. október. Ljósmynd/ skjámynd af vef Umhverfisstofnunar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert