Niðurstaða sem búast mátti við

Oddgeir Einarsson í héraðsdómi í morgun.
Oddgeir Einarsson í héraðsdómi í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verjandi Angjelins Sterkaj, sem var dæmdur í 16 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir morðið á Armando Beqirai, segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um áfrýjun til Landsréttar.

„Þetta er niðurstaða sem við var að búast og ég tel vera rétta,“ sagði Oddgeir Einarsson, verjandi Sterkaj, eftir að dómurinn hvar kveðinn upp. Átti hann þar við grundvallaratriðin varðandi sýkn og sakfellingu í málinu en Sterkaj hafði játað sök. 

„Það má auðvitað deila um viðurlögin og hvort það hafi verið tekið tillit til sjónarmiða hans eða ekki. Það þarf ég að fara yfir með honum og með því að lesa dóminn,“ sagði Oddgeir.

Hann sagðist ætla að skoða dóminn fyrst og ræða málið síðan við skjólstæðing sinn um framhaldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert