Ólafur Ragnar: „Fullkomin einkunn!“

Ólafur Ragnar Grímsson í Hörpu.
Ólafur Ragnar Grímsson í Hörpu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti og stjórnarformaður Hringborðs Norðurslóða (e. Arctic Circle), er ánægður með kórónuveirulaust Hringborð Norðurslóða, sem haldið var í síðustu viku. 

Þrátt fyr­ir að gest­ir Hring­borðsins hafi marg­ir hverj­ir þurft að fara í tvígang í skimun fyr­ir kór­ónu­veirunni á meðan þingið stóð yfir greind­ust eng­in smit á meðal gesta.

Rúm­lega 1.400 þátt­tak­end­ur frá 50 lönd­um sóttu þingið sem var þriggja daga langt. Þingið var skil­greint sem hraðprófaviðburður af heil­brigðisráðuneyt­inu og þurftu gest­ir því að fram­vísa vott­orði um nei­kvæða niður­stöðu úr skimun fyr­ir Covid-19 sem var ekki eldri en 48 klukku­stunda göm­ul áður en þeim var hleypt inn á þingsvæðið í Hörp­unni. 

Ólafur fagnar þessu í tísti á Twitter. 

„Fullkomin einkunn! Engin Covid smit. Fleiri en 1.400 þátttakendur. Frá fleiri en 50 löndum. Sem allir fóru í skimun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert