Torkennilegu hlutirnir sem fundust á nýja gámasvæðinu á Þorlákshöfn reyndust skaðlausir. Lögreglan á Suðurlandi var með mikinn viðbúnað á svæðinu í morgun, þar sem grunur var um að sprengja væri á svæðinu.
Svo reyndist ekki og hafa viðbragðsaðilar verið kallaðir til baka og svæðið í kringum vettvanginn er ekki lengur girt af.
Þetta segir Þorsteinn M. Kristinsson, varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, við mbl.is.
Í morgun voru bæði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar og sérsveit ríkislögreglustjóra á vettvangi og tóku aðgerðir nokkrar klukkustundir.
Starfsmaður fyrirtækis á gámasvæðinu hafði tilkynnt um torkennilegan mun á svæðinu og hófst rannsókn málsins þegar í stað.