Ungi maðurinn sem var handtekinn á mánudaginn vegna hnífstunguárásar við Breiðholtslaug var sleppt úr gæsluvarðhaldi á þriðjudaginn.
Ákveðið var að halda honum sem allra styst þar sem hann er undir lögaldri.
Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar,
Einnig taldi lögreglan að það væri búið að ná utan um málið á þeim tíma og það væri í lagi að sleppa honum út frá rannsóknarhagsmunum.
Mbl greindi frá því í morgun að maðurinn væri enn í gæsluvarðhaldi en þær upplýsingar frá lögreglunni voru byggðar á misskilningi.