„Á vakt fyrir Ísland“ er námsstefna sem hefst hefst í dag og lýkur á morgun laugardag laugardag á Hótel Reykjavík Natura. Fengnir hafa verið sérfræðingar með erlenda og innlenda þekkingu á brýnum viðfangsefnum sem tengjast störfum og öryggismálum slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og annarra sem sinna björgunarstarfi.
Hægt er að fylgjast með á mbl.is í beinni útsendingu, en dagskráin hefst kl. 8:30.
Markmið námstefnunnar er að efla þekkingu og færni félagsmanna Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í starfi. Efla og hlúa að samstarfi björgunaraðila. Efla samkennd og tengsl á meðal félagsmanna og annarra björgunaraðila, að því er segir í tilkynningu.
Áhugaverð erindi verða í boði. Meðal annars mun Einar Bergmann fagstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fjalla um dóm héraðsdóms þar sem húsráðandi var dæmdur sekur á grundvelli hegningarlaga vegna lélegra brunavarna. Þá verður einnig erindi um eldgos og náttúruvá og er horft til eldgossins í Geldingardölum og ef eldgos mundi færast nær byggð t.d. Grindavík eða höfuðborgarsvæðinu.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands mun setja námsstefnuna á morgun klukkan 8:30
Hér að neðan má sjá nánari upplýsingar um dagskrá:
Föstudagur 22. október
08:20 – 08:30 Ávarp, Magnús Smári Smárason formaður LSS.
Fundarstjóri Hermann Sigurðsson.
08:30 – 08:45 Setning - Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson.
08:50 – 09:20 Smiðshöfði 7. Sakfelling í Héraðsdómi. Dómur héraðsdóms þar sem einstaklingur var dæmdur sekur á grundvelli hegningarlaga vegna lélegra brunavarna. Einar Bergmann fagstjóri forvarnasviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
09:25 -09:55 Líkleg og ólíkleg geisla-atvik á Íslandi, Gísli Jónsson viðbúnaðarstjóri hjá Geislavörnum ríkisins
10:15 -10:45 Kulnun, Aldís Arna Tryggvadóttir. ACC vottaður markþjálfi, streituráðgjafi og umdæmisstjóri Streituskólans á Vesturlandi.
10:55 – 12:00 Hin ýmsu sjónarhorn covid-19. Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður, Björn Ingi Hrafnsson frá Viljanum, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnarsviðs hjá ríkislögreglustjóra. Rannsókn HÍ á áhrifum covid-19 á viðbragðsaðila í samvinnu við LSS og Ríkislögreglustjóra, Dr. Sigríður Björk Þormar Sálfræðingarnir ehf.
13:00 – 13:30 Meðferð skot og hnífaáverka á Íslandi. Tómas Guðbjartsson prófessor og yfirlæknir LSH.
13:40 – 14:15 Svefn, rannsókn hjá SHS, kostir þess að sofa á nóttinni. Ingibjörg Ragna Malmquist svefnráðgjafi og fyrirlesari hjá Betri Svefn.
14:30 – 15:00 Ábyrgð verkstjóra. Óðinn Elísson hæstaréttarlögmaður og Agnar Þór Guðmundsson hæstaréttarlögmaður frá Fulltingi.
15:20 Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg 1. Aðkoma að vettvangi, rannsókn tæknideildar lögreglunnar, brunaferli og rannsóknarniðurstöður skýrslu MVST. Aðkoma og úrræðaleysi slökkviliða gagnvart byggingum sem þessum. Hvað hefur verið gert til þess að reyna að fyrirbyggja viðlíka atburði í framtíðinni? Stefnir Snorrason bráðatæknir/varðstjóri SHS, Davíð Snorrason byggingar- og brunaverkfræðingur MSc Örugg verkfræðistofa ehf, Guðmundur Ingi Rúnarsson lögreglufulltrúi tæknideild lögreglunnar, Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri SHS.
Laugardagur 23. október.
08:20–08:25 Kynning á dagskrá. Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSS.
08:30 – 09:40 Erfiðar ákvarðanir. Brad Newbury, varðstjóri /bráðatæknir í slökkviliði Stoughton Massachusetts. Eigandi NMETC, National medical education and training center.
10:00 – 10:20 Þjónusta í útkalli. Tómas Gíslason aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.
10:30-11:00 Árás í Borgarholtsskóla. Tilkynningin, aðkoma, aðgerðir á vettvangi, niðurlag, sjónarhorn skólastjórnanda. Sigurbjörn Guðmundsson varðstjóri SHS, Ársæll Guðmundsson skólastjóri Borgarholtsskóla.
11:05- 11:20 Staða Brunamálaskólans. Þorlákur Snær Helgason, sérfræðingur á brunavarnasviði HMS.
11:25 – 12:00 Eldhætta og aðrar hættur í rafmagns/hybridferjum. Friðrik Páll Arnfinnsson slökkviliðsstjóri í Vestmannaeyjum.
13:00 – 13:45 Ofkæling/björgun úr Hafnarfjarðarhöfn. Endurlífgun, meðferð á köldum/kældum einstaklingum. Ólafur Ingi Grettisson varðstjóri SHS, Kristján Sigfússon bráðatæknir/aðstoðarvarðstjóri SHS, Felix Valsson svæfinga og gjörgæslulæknir LSH.
14:00- 14:30 Þyrlur og sjúkraflutningar. Nýjar þyrlur, slökkviskjólan, fjölgun útkalla, samstarf við slökkvilið og sjúkraflutningamenn. Magnús Pálmar Jónsson, stýrimaður og sigmaður á þyrlum LHG.
14.50 Eldvirkni/náttúruhamfarir í þéttbýli. Hvað ef eldvirkni færirst nær Grindavík eða höfuðborgarsvæðinu? Hlutverk slökkviliða í slíkum atburðum, viðbrögð Almannavarna. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í bergfræði og eldfjallafræði við Háskóla Íslands, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnarsviðs hjá ríkislögreglustjóra.