Dagur verkfræðinnar er haldinn í sjötta sinn á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Á þriðja tug fyrirlestra og kynninga eru á dagskrá í þremur opnum sölum. Dagskráin verður frá klukkan 13 til 17.
Markmiðið með deginum er að kynna störf verkfræðinga og tæknifræðinga. Einnig verður í fyrsta sinn afhentur Teningurinn, viðurkenning Verkfræðifélags Íslands fyrir framúrskarandi verkefni eða framkvæmd.
Hér má sjá dagskrána í heild sinni.
Salur A – Nýir tímar, ný tækni
Salur B – Verkfræðin og umhverfið
Salur H-I – Verkfræðin er allsstaðar