Rannsókn lögreglu á bruna sem varð í fjölbýlishúsi við Álfaskeið í Hafnarfirði fyrir rúmri viku síðan miðar vel og unnið er að því að fá lokaniðurstöðu um eldsupptök.
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar.
Kona á sjötugsaldri lést í brunanum. Endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir og því er dánarorsök ekki ljós, að sögn Gríms.