Eldur logaði í kertaskreytingu

Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Tilkynnt var um eld í íbúðarhúsi í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Logaði þar eldur í kertaskreytingu. Slökkviliði og lögreglu var snúið frá þar sem búið var að slökkva eldinn.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir í hverfi 105. Þar höfðu einhverjir verið að taka í hurðarhúna. Lögreglan ók um svæðið en fann engan grunsamlegan á ferli.

Einnig barst lögreglunni tilkynning um innbrot í vinnuskúr í hverfi 108 þar sem búið var að stela verkfærum. Málið er í rannsókn hjá lögreglu.

Tilkynnt var um aðila í annarlegu ástandi í miðbænum. Lögregla fór á vettvang en fann hann ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert