Gæsluvarðhald rennur út í dag

Lögreglan mun reyna að hafa gæsluvarðhaldið eins stutt og mögulegt.
Lögreglan mun reyna að hafa gæsluvarðhaldið eins stutt og mögulegt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það liggur ekki fyrir hvort lögreglan muni fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um aðild að hnífstungu við Breiðholtslaug á fimmtudag. Gæsluvarðhald rennur út síðdegis í dag.

Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar.

Lögreglan mun reyna að hafa gæsluvarðhaldið eins stutt og mögulegt er í ljósi aðstæðna í málinu en gerandinn er undir lögaldri, að sögn Gríms.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert