Hlýnar rétt fyrir fyrsta vetrardag

Haustlitir eru nú altumlykjandi.
Haustlitir eru nú altumlykjandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útlit er fyrir hægt vaxandi suðaustanátt með hlýnandi veðri í dag. Þá fer að rigna sunnan- og vestanlands, samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. 

Á morgun er fyrsti dagur vetrar.

Allhvass eða hvass vindur verður sunnan- og vestanlands seinnipartinn, en mun hægari fyrir norðan og austan og þurrt norðaustantil fram á kvöld.

„Lægir mikið til morguns og víða þurrt og milt veður, en dálítil væta um landið vestanvert,“ segir í fyrrnefndum hugleiðingum. 

Veðurvefur mbl.is

Veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands:

Á laugardag (fyrsti vetrardagur):
Sunnan 3-10 m/s, rigning með köflum vestantil og einnig austast í fyrstu, en annars úrkomulítið. Hiti 3 til 8 stig.

Á sunnudag:
Hæg austlæg eða breytileg átt. Dálítil rigning, en yfirleitt þurrt fyrir norðan. Gengur í norðaustan 8-15 með rigningu eða slyddu á Vestfjörðum seinnipartinn. Hiti 1 til 7 stig.

Á mánudag:
Norðaustankaldi NV-til í fyrstu, en annars hægari breytileg átt. Él á Vestfjörðum, en allvíða dálítil rigning eða slydda annars staðar. Hiti 1 til 6 stig, mildast syðst.

Á þriðjudag:
Ákveðin austan- og norðaustanátt með rigningu. Hiti 2 til 6 stig.

Á miðvikudag:
Norðaustanátt með rigningu eða slyddu um landið NV-vert, en annars mun hægari austlæg átt og úrkomulítið. Hiti 1 til 5 stig.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir norðaustanátt með úrkomu, einkum austantil. Hiti breytist lítið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert