29 dagar líða að meðaltali frá því að kona kemur í leghálsskimun og þangað til að hún fær svar hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta kemur fram á vef heilsugæslunnar.
Þar segir sömuleiðis að í 99 prósent tilvika fái konur svör innan 40 daga, að hámarkssvartími hafi lækkað verulega og að stysti svartími í september hafi verið þrettán dagar.