Segir ákæruvaldið „svindla“ og komast upp með það

Geir Gestsson, verjandi Murats Selivrada, sem sýknaður var í Rauðagerðismálinu.
Geir Gestsson, verjandi Murats Selivrada, sem sýknaður var í Rauðagerðismálinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ákæru­vald í saka­mál­um hér á landi virðist hafa til­hneig­ingu til þess að leggja fyr­ir dóm­ara viðbót­ar­skjöl, sem von­ast er til að séu notuð við sak­fell­ingu, þvert á lög.

Þetta sýna dæmi síðustu ára, nú síðast í Rauðagerðismál­inu, sem lauk í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í gær­morg­un. 

Þar vék Guðjón Marteins­son dóm­ari að því í dómi sín­um að fyr­ir­lagn­ing lög­reglu­skýrslu um málið, þar sem fram komu í grein­ar­gerð ósannaðar kenn­ing­ar lög­reglu um málið, hafi verið ámæl­is­verð. 

Þetta seg­ir Geir Gests­son, lögmaður eins þeirra sem sýknaður var í Rauðagerðismál­inu í gær, að sé til­raun ákæru­valds­ins til þess að svindla, þar sem fram­lagn­ing viðlíka skýrslu er ólög­leg. 

„Svona brot hafa átt sér stað áður af hálfu lög­reglu og ákæru­valds, þar sem lagðar eru fram skýrsl­ur án þess að laga­heim­ild sé fyr­ir því og þetta eru í raun viðbót­ar­ákæru­skýrsl­ur, þetta eru mál­sókn­ar­skjöl. Það er svindl að leggja þetta fram.“ seg­ir Geir.

Geir Gestsson segist geta ímyndað sér að mögulega hlutist ákæruvaldið …
Geir Gests­son seg­ist geta ímyndað sér að mögu­lega hlut­ist ákæru­valdið fyr­ir um að ákveðin atriði séu tek­in fram í skýrslu lög­reglu um eig­in rann­sókn­ar­hætti, sem síðan er lögð fyr­ir dóm­ara í saka­mál­um sem sönn­un­ar­gagn. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Orðaval Geirs er lýs­andi, þar sem ekki virðist vera hægt að gera neitt nema að slá á hand­ar­bak ákæru­valds­ins, þegar það verður upp­víst að fram­lagn­ingu skýrsla eins og þeirri sem kast­ljósið beind­ist að í Rauðagerðismál­inu. Þannig má leiða að því lík­ur að hugs­un ákæru­valds­ins sé sú að al­veg sé hægt að leggja skýrsl­ur af þess­um toga fram, þar sem ólík­legt er að það hafi nein­ar sér­stak­ar af­leiðing­ar.

Geir seg­ir einnig að brota­vilji ákæru­valds sé ein­beitt­ur, þar sem full­vitað sé að fram­lagn­ing skýrslu þar sem fram koma kenn­ing­ar lög­reglu, sem ekki byggja á frum­gögn­um máls, sé með öllu ólög­leg. 

„Þetta leiðir aldrei til þess að neitt ger­ist. Mál ónýt­ast aldrei eða neitt slíkt held­ur fær ákæru­vald bara ein­hverj­ar aðfinnsl­ur frá dómn­um, en það hef­ur eng­in áhrif. Þess vegna held­ur ákæru­valdið bara áfram að gera þetta, sem er svo al­var­legt,“ seg­ir Geir.

Tekið skal fram að lög­um sam­kvæmt tek­ur lög­regla sam­an skýrslu um rann­sókn saka­mála. Hins veg­ar snýst deil­an um að ákæru­vald virðist hafa til­hneig­ingu til þess að hlutast til um að í slík­um skýrsl­um séu kafl­ar, sem ekk­ert er­indi eiga fyr­ir dómi.

Lög­regla tjá­ir sig ekki um eig­in skýrslu

Mar­geiri Sveins­syni, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóni miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, sem kom fyr­ir héraðsdóm í Rauðagerðismál­inu til þess að ræða skýrsl­una, var gefið tæki­færi til þess að veita gagn­rýni á hend­ur lög­reglu og ákæru­valds andsvar. Í sam­tali við mbl.is í dag sagðist hann ekki vilja tjá sig um málið, þar sem meðferð þess fyr­ir dóm­stól­um er lík­lega ekki lokið enn. 

Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Mar­geir Sveins­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Sig­urður Örn Hilm­ars­son, formaður Lög­manna­fé­lags Íslands, seg­ir að það sé hlut­verk lög­reglu og ákæru­valds að huga vel að hlut­lægni í sín­um störf­um. Það að dóm­ari í Rauðagerðismál­inu kveði sér­stak­lega á um það í dómi sín­um að starfs­hætt­ir lög­reglu og ákæru­valds hafi verið ámæl­is­verðir, segi sína sögu. 

Með þeim fyr­ir­vara að hann þekki ekki regl­ur þar um nægi­lega vel, seg­ist Sig­urður ekki vita til þess hvort fram­lagn­ing skýrsl­unn­ar í Rauðagerðismál­inu sé refsi­verð hátt­semi að ein­hverju leyti. 

„Það sem er kannski al­var­leg­ast í þessu er að þetta veit­ir inn­sýn inn í ein­hvern þan­ka­gang sem er ann­ars ekki op­in­ber og sem er ekki í anda lag­anna né í sam­ræmi við þessa laga­skyldu, það að líta til beggja hliða þ.e. sekt­ar og sak­leys­is. Það er auðvitað áhyggju­efni ef það er í al­vöru svo að þetta sé al­mennt hug­ar­far. En í mín­um störf­um, sem lögmaður og verj­andi, hef ég ekki séð svona vinnu­brögð áður, þannig ég vona að þetta hafi verið eins­dæmi og að menn læri af þessu,“ seg­ir Sig­urður.

Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands.
Sig­urður Örn Hilm­ars­son, formaður Lög­manna­fé­lags Íslands. Mynd/​Rétt­ur

Skýrsl­an í Al Thani-mál­inu

Þó eru til þekkt dæmi um að fram­lagn­ing skýrslu eða skjala, í krafti sömu laga­ákvæða og ákæru­valdið studd­ist við í Rauðagerðismál­inu, komi til kasta dóm­stóla. Þekkt­asta dæmið er án efa Al Thani-málið þar sem Hæstirétt­ur úr­sk­urðaði að skjal sem ákæru­vald lagði fram upp­fyllti ekki ákvæði laga um fram­lagn­ingu viðbót­ar­skjala. Dæmi um slíkt eru til úr fleiri hrun­mál­um

Spurður út í þetta seg­ir Sig­urður að reglu­lega séu skýrsl­ur rann­sak­enda eru tekn­ar sam­an og lagðar fram. Hins veg­ar hafði það verið gert með þeim hætti í Rauðagerðismál­inu að eng­um duld­ist að þar væru á ferð ósannaðar kenn­ing­ar lög­reglu. 

„Það ger­ist reglu­lega að það eru tekn­ar sam­an svona skýrsl­ur rann­sak­enda. Þessi skýrsla var kannski óvenju­leg að því leyti að þarna var farið fram með kenn­ing­ar sem virðast ekki hafa átt sér stoð í gögn­um máls­ins. Ef maður les dóm­inn sjálf­an, þar virðist eins og menn hafi misst sjón­ar á þess­um skyld­um um hlut­lægn­is­skyldu ákæru­valds­ins. Horn­steinn í rekstri saka­mála er þessi hlut­lægn­is­skylda,“ seg­ir Sig­urður, sem seg­ir aðspurður að lík­lega verði málið rætt á meðal fé­lags­manna Lög­manna­fé­lags Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert