Sjötugur Hvergerðingur vann aðalvinninginn í happdrætti DAS í gær á tvöfaldan miða og fær hann í sinn hlut fjórar milljónir króna.
Maðurinn hætti vinnu fyrir fáeinum árum síðan vegna veikinda og hefur verið á örorkubótum í nokkur ár, að því er segir í tilkynningu.
„Vinningshafinn var afar sáttur og sagði þetta koma sér mjög vel í þeirri stöðu sem hann væri í dag,“ segir í tilkynningunni. Aðeins voru liðnir 43 dagar síðan vinningshafinn keypti miðann en vinningurinn er skattfrjáls.
„Það þýðir að ef um laun væri að ræða gerðu þetta um 7 milljónir í launaupphæð.“