Alls voru 697 þinglýstir leigusamningar á landinu í september sem gerir 22,8% fækkun frá fyrri mánuði og 35,3% fækkun ef miðað er við fjölda þinglýsinga í september á síðasta ári.
Þetta kemur fram í tilkynningu Þjóðskrár, sem tók saman fjölda þinglýstra leigusamninga um íbúðarhúsnæði eftir landshlutum.
Af þessum 697 samningum voru 502 af höfuðborgarsvæðinu og fækkaði þeim um 23,4% frá fyrri mánuði, og um 32,8% frá september síðasta árs.
Þá voru 195 leigusamningar þinglýstir utan höfuðborgarsvæðisins, þar af 28 á Suðurlandi, 11 á Austurlandi, 60 á Norðurlandi, 4 á Vestfjörðum, 23 á Vesturlandi og 69 á Suðurnesjum.
Hægt er að skoða frekari upplýsingar á vef Þjóðskrár.