Einn tippari var með alla leikina 13 rétta á miðvikudagsseðlinum í getraunum og fær hann rúma eina milljón króna í sinn hlut.
„Getraunaseðillinn kostaði aðeins 120 krónur en tipparinn var með þrjá leiki með tveim merkjum og 10 leiki með einu merki,“ segir í tilkynningum frá Íslenskum getraunum.