Reykjavíkurborg hefur framlengt afnotaleyfi til að þrengja að umferð við Lækjargötu og Vonarstræti vegna framkvæmda við byggingu hótels við Lækjargötu 12 fram til til 30. apríl 2022. Þetta kemur fram á borgarvefsjá. Vestari akrein Lækjargötu var lokað í mars 2019 vegna framkvæmdanna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Íslandshótel hyggjast opna 18. hótelið í keðjunni, Hótel Reykjavík Saga, í Lækjargötu næsta vor. Þar verða 129 herbergi, veitingastaður og aðstaða til að skoða fornminjar. Traust verktak, eða TVT ehf., er byggingaverktaki. Bygging hótelsins er vel á veg komin en opnunin verður tveimur árum síðar en upphaflega var áætlað. Ásamt kórónuveirufaraldrinum setti fornleifauppgröftur strik í reikninginn hvað framkvæmdahraða varðar.
Samgöngustjóri borgarinnar hefur samþykkt óbreytta umferð í kringum vinnusvæðið innan umbeðins tíma, þ.e. til loka apríl á næsta ári. Í millitíðinni muni borgin og fulltrúar leyfishafa í sameiningu láta teikna upp borgarlandið innan vinnusvæðisins.