Alþingi vill ráða framtíðarfræðing

mbl.is/Hari

Skrifstofa Alþingis hefur auglýst nýtt starf framtíðarfræðings á nefndasviði laust til umsóknar „og leitar að jákvæðum, framsæknum og drífandi einstaklingi í starfið,“ eins og það er orðað.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Í starfinu felst sérfræðiaðstoð við nýja framtíðarnefnd Alþingis, samanber 35. gr. laga nr. 80/2021, en nefndinni er meðal annars ætlað að fjalla um áskoranir og tækifæri Íslands til framtíðar.

Unnið verður í teymisvinnu

Starf framtíðarfræðingsins felur m.a. í sér gerð greininga og sviðsmynda fyrir framtíðarnefndina, aðstoð við stefnumótun og áætlanir ásamt öflun og úrvinnslu ýmissa gagna. Unnið er í teymisvinnu með sérfræðingum nefndasviðs eftir efni og verkefnum.

Alþingi samþykkti í júní sl. breytingu á lögum um þingsköp Alþingis frá 1991. Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

„Við upphaf næsta kjörtímabils skal kjósa framtíðarnefnd sem starfar til loka kjörtímabilsins. Nefndin skal m.a. fjalla um áskoranir og tækifæri Íslands í framtíðinni að því er snertir tæknibreytingar, langtímabreytingar á umgengni við náttúruna, lýðfræðilegar breytingar og sjálfvirknivæðingu. Ekki skal vísa þingmálum til nefndarinnar en öðrum nefndum er heimilt að óska eftir áliti hennar á þingmálum sem þær hafa til meðferðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert