Oddvitinn flytur úr sveitarfélaginu

Kirkjubæjarklaustur í Skaftárhreppi.
Kirkjubæjarklaustur í Skaftárhreppi. mbl.is/Sigurður Bogi

Eva Björk Harðardóttir, oddviti sveitarstjórnar í Skaftárhreppi, hefur beðist lausnar frá setu í sveitarstjórn og nefndum sveitarfélagsins. Erindi þess efnis var tekið fyrir og samþykkt á fundi sveitarstjórnar á fimmtudag.

Ekki náðist í Evu Björk í gær en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hyggur hún á flutninga úr sveitarfélaginu.

Eva Björk Harðardóttir.
Eva Björk Harðardóttir.

„Það voru breytingar á hennar högum sem réðu þessu,“ segir Bjarki V. Guðnason, annar tveggja varaoddvita í sveitarstjórn og flokksbróðir Evu í Sjálfstæðisflokknum. „Það er áætlaður fundur í sveitarstjórn 11. nóvember þar sem verður oddvitakosning,“ segir Bjarki sem játaði því aðspurður að ekki væri ólíklegt að hann tæki við keflinu. Hinn varaoddvitinn er Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, fulltrúi Z-listans, Sólar í Skaftárhreppi.

Jón Hrafn Karlsson mun taka sæti í sveitarstjórn í stað Evu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert