Ungir menn réðust á ölvaðan eldri mann

Líkamsárásin átti sér stað í miðbænum.
Líkamsárásin átti sér stað í miðbænum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás í miðbænum laust fyrir klukkan hálf þrjú í nótt. Þá höfðu tveir ungir menn ráðist á ölvaðan eldri mann. „Að sögn vitna [börðu] þeir hann og [spörkuðu] í höfuð hans þar sem hann [lá] í götunni,“ segir í dagbók lögreglu. 

Þar kemur fram að annar ungu mannanna hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Maðurinn sem ungu mennirnir réðust á var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað um áverka hans. 

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Fleiri ungmenni héldu lögreglu upptekinni í nótt en tilkynnt var um unglingapartý í Kópavogi um klukkan hálf eitt í nótt. Um 200 ungmenni voru á staðnum. Sá sem hélt partýið er 16 ára gamall. Forráðamaður mætti á svæðið og yfirgáfu gestirnir þá teitið. Tilkynning var send til barnaverndarnefndar vegna þessa.

Þá voru nokkrir stöðvaðir í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert