„Allir þurfa að huga að eigin öryggi“

„Lær­dóm­ur­inn er aðallega sá að það þarf að aðlaga lög­gjöf­ina okk­ar hlut­verki. Það mun taka ein­hvern tíma en maður finn­ur að það er alla vega mik­ill vilji yf­ir­valda að stíga skref og skýra og skerpa hlut­verk þeirra sem þarna koma að, sem eru þá hús­eig­end­ur og eft­ir­litsaðilar,“ seg­ir Jón Viðar Matth­ías­son, slökkviliðsstjóri á höfuðborg­ar­svæðinu, um hvaða lex­íu megi draga af elds­voðanum á Bræðra­borg­ar­stíg 1.

Á föstu­dag og í gær fór fram nám­stefna Lands­sam­bands slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­manna. Eitt af er­ind­un­um sem komu fram á föstu­dag var elds­voðinn á Bræðra­borg­ar­stíg og var þá meðal ann­ars fjallað um aðkomu og úrræðal­eysi slökkviliða gagn­vart bygg­ing­um sem þess­um og hvað hef­ur verið gert til að fyr­ir­byggja að slík­ir at­b­urðir end­ur­taki sig.

Að sögn Jóns Viðars hafa ýms­ar til­lög­ur komið fram um hvernig megi standa að þessu. Meðal ann­ars hafi 13 úr­bæt­ur verið kynnt­ar í skýrslu Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar um úr­bæt­ur í bruna­vörn­um. Þar er meðal ann­ars kveðið á um að tryggt verði að íbúðar­hús­næði sé ekki tekið í notk­un fyrr en að lok­inni ör­ygg­is­út­tekt, að óleyf­is­bú­seta verði kort­lögð með ít­ar­leg­um hætti og meiri vit­und­ar­vakn­ingu meðal al­menn­ings um bruna­varn­ir á heim­il­um.

„Aðalskila­boðin eru þau að all­ir þurfa að huga að eig­in ör­yggi. Menn verða að velta fyr­ir sér – er reyk­skynj­ari í rým­inu þar sem ég er, kann ég flótta­leiðirn­ar í hús­næðinu? Svo þarf hús­eig­andi sem á mann­virkið að vera meðvitaður um sína ábyrgð,“ seg­ir Jón Viðar.

Sekt­ir í umræðunni

Meðal þeirra hug­mynda sem hafa komið upp til að auka bruna­varn­ir eru sekt­ar­greiðslur ef ekki er staðið rétt að bruna­vörn­um eins og tíðkast við brot á ann­ars kon­ar regl­um.

„Eins og er þekkt í um­ferðinni þá borg­arðu sekt ef þú ferð yfir á rauðu ljósi en þú borg­ar enga sekt ef þú fylg­ir ekki lög­um um bruna­varn­ir, sem er ekki síður hættu­legt en að fara yfir á rauðu ljósi. Það er verið að velta því fyr­ir sér hvort það hafi svipaðan fæl­ing­ar­mátt.“

Um­fang vanda­máls­ins óljóst

Spurður hvort hann telji að margt íbúðar­hús­næði á höfuðborg­ar­svæðinu sé með í notk­un álíka bruna­varn­ir og húsið á Bræðra­borg­ar­stíg kveðst Jón Viðar ekki geta sagt til um það.

„Við vit­um það í raun­inni ekki því við höf­um ekki verið að skoða íbúðar­hús­næði en það kæmi mér alls ekki á óvart. Það voru brun­ar þarna í fyrra til dæm­is á Ak­ur­eyri í hús­um sem voru ein­angruð með sagi eins og þetta hús á Bræðra­borg­ar­stíg.“

Slökkviliðið hef­ur í dag ein­göngu heim­ild til að hafa eft­ir­lit með bruna­vörn­um í at­vinnu­hús­næði. Jón Viðar seg­ir þó í umræðunni að eft­ir­litsaðilum verði gef­in rýmri heim­ild til að fylgj­ast með íbúðar­hús­næði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert