Fögnuðu fimmtugustu sýningunni

Kardemommubærinn var sýndur í fimmtugasta skiptið í dag.
Kardemommubærinn var sýndur í fimmtugasta skiptið í dag. Ljósmynd/Aðsend

Leikritið Kardemommubærinn var sýnt í Þjóðleikhúsinu í fimmtugasta sinn í dag og það fyrir fullu húsi, eins og alltaf, að því er segir í fréttatilkynningu.

Fram kemur að leikarar og starfsfólk Þjóðleikhúsinu hafi fagnað vel en nú hafa alls um 30.000 manns séð sýninguna eða bíða þess að komast í leikhúsið til að hitta íbúa Kardemommubæjarins. 

Kardemommubær er yndislegur bær, fullur af skemmtilegum dýrum og litríkum íbúum. Þrennt ógnar þó friðsældinni í bænum, þrír kostulegir ræningjar, ógurlega ljónið þeirra sem elskar mjólkursúkkulaði og hin ráðríka og skapstygga Soffía frænka! Þegar ræningjarnir fá þá hugdettu að ræna sjálfri Soffíu frænku til að sjá um húsverkin fyrir sig færist heldur betur fjör í leikinn,“ segir í tilkynningu.

Leikritið hlaut verðlaun sem leiksýning ársins á Sögum, verðlaunahátíð barnanna, auk þess sem leikararnir í hlutverkum ræningjanna voru verðlaunaðir. Sýningin fékk einnig Grímuverðlaunin fyrir búninga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert