„Ólíðandi að virt samtök vinni svona“

Samsett mynd

Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir Drífu Snædal, formann ASÍ, hafa beðið starfsmenn fyrirtækisins um að senda sér hryllingssögur af ógnarstjórnun og slæmum aðbúnaði. Hann kallar eftir faglegu samtali.

„Þetta er fullkomlega löglegt og flott stéttarfélag og ekkert við það að athuga. ASÍ hefur aftur á móti gagnrýnt þetta með mjög hörðum hætti en það hefur aldrei komið neitt komið fram frá ASÍ um hvað málið snýst,“ sagði Birgir í Silfrinu í morgun og vísaði þá til þess þegar ASÍ hvatti landsmenn til að sniðganga fyrirtækið.

ASÍ með „blammeringar“

Birgir segir ASÍ „blammera“ og að engin efnisleg rök liggi á bakvið fullyrðingar þeirra. 

„Það er ólíðandi að fyrirtæki sem er að hefja rekstur og skapa fleiri hundruð störf liggi undir svona órökstuddum ávirðingum.“

Drífa hafi sent póst á starfsmenn hans og beðið þá um hryllingssögur af fyrirtækinu. Hann segir viðskiptamódel Play ekki snúast um að níða skóinn af starfsmönnum þeirra.

„Hún er að senda pósta á starfsmenn okkur og að kalla eftir því að þau komi með hryllingssögur af ógnastjórnun og slæmum ábúnaði. Það er ólíðandi að svona virkt samtök vinni með þessum hætti án þess að koma nokkurn tíma með rök sem hægt er að ræða efnislega, þetta er bara skotgrafahernaður.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert