Í Mýrdal, undir Eyjafjöllum og í Öræfum nærri Svínafelli má búast við austan stormi og öflugum vindhviðum frá klukkan ellefu fyrir hádegi til klukkan sex seinnipart dags á morgun, fólk er varað við akstri frá Seljalandsfossi að Vík á þessu tímabili.
Um er að ræða austan storm með suðurströndinni og búist er við því að vindhviður geti náð allt að 45 metrum á sekúndu en almennt er búist við norðaustanvindi að styrk 18 til 25 metra á sekúndu.
Á Safetravel, vefsíðu haldið úti af almannavörnum, er í gildi aðvörun vegna veðursins. Ferðamönnum er ráðlagt að laga ferðaáætlanir sínar að þessum aðstæðum, en vindurinn getur reynst hættulegur ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.