Eldur kviknaði í íbúðarhúsi á Túngötu 23 í Grenivík upp úr klukkan fjögur síðdegis í dag.
Ekki er vitað um upptök eldsins en húsið var mannlaust þegar slökkviliðið bar að og ekkert bendir til þess að tjón hafi orðið á fólki.
Búið var að slökkva eldinn klukkan sjö, að sögn Þorkels Más Pálssonar slökkviliðsstjóra. „Allt mitt lið mætti og svo menn frá Akureyri líka.“
Húsið, sem er steypt, varð alelda svo tjónið sem hlaust var umtalsvert og Þorkell segir menn verða á brunavakt yfir því í nótt.