Lögbann á samkeppnina

Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri NRS ehf. .
Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri NRS ehf. . Aðsend mynd

„Það eru auðvitað rosa­leg von­brigði að vera stoppaður með þess­um hætti en ég er bara sann­færður um að við skoðun verðum við í full­um rétti og byrj­um von­andi sem fyrst aft­ur,“ seg­ir Eyj­ólf­ur Þór Guðlaugs­son, fram­kvæmda­stjóri og einn eig­enda NRS.

Fyrsta upp­boð fyr­ir­tæk­is­ins átti að halda á föstu­dag en þann sama dag féllst sýslumaður á kröfu Reikni­stofu fisk­markaða ehf. um lög­bann á starf­semi NRS.

Vilja ekki sam­keppni

Reikni­stof­an hef­ur hingað til verið ein um fisk­markaðinn á Íslandi, en starf­semi NRS felst í því að veita sömu þjón­ustu, þ.e.a.s. sjá um upp­boð á fiski, inn­heimtu, upp­gjör og önn­ur tengd verk­efni.

NRS stefn­ir auk þess á að bjóða fram nýj­ung í kaup­um og sölu, svo­kallað til­boðskerfi. Þannig var reikni­stof­an kom­in með keppi­naut, uns lög­bannið tók gildi, en nú fær­ist öll sala aft­ur til reikni­stof­unn­ar, þar til annað kem­ur í ljós.

Kröf­ur RSF byggj­ast helst á því að Eyj­ólf­ur hafi ekki haft heim­ild til að nýta þekk­ingu sína með þess­um hætti, í þágu keppi­naut­ar, eft­ir þrjá­tíu ára starf fyr­ir Reikni­stofu fisk­markaða ehf. Þetta tel­ur Eyj­ólf­ur af og frá en bíður niður­stöðu dóm­stóla.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka