80 smit greindust innanlands í gær. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á covid.is.
Í dag eru því alls 777 í einangrun með Covid-19 og 1.779 eru í sóttkví. Nýgengi innanlandssmita er 232,1 og hækkar umtalsvert síðan í gær. Sjö eru á sjúkrahúsi með veiruna og þar af er einn á gjörgæslu.
Í fyrradag greindust alls 64 og voru þá 757 í einangrun og 1.777 í sóttkví. Nýgengi innanlandssmita var 220,1 og hafði hækkað frá því fyrir liðna helgi.