Auðarskóla lokað vegna hópsmits

Búðardalur. Gripið hefur verið til aðgerða í Dalabyggð til að …
Búðardalur. Gripið hefur verið til aðgerða í Dalabyggð til að draga úr líkum á frekara smiti. mbl.is/Sigurður Bogi

Alls 17 eru nú í einangrun í Dalabyggð og 117 í sóttkví, en það er um fimmtungur íbúa sveitarfélagsins. Smit kom fyrst upp í Auðarskóla í Búðardal sem er sameiginlegur skóli fyrir börn á grunn- og leikskólaaldri, auk þess sem tónlistarskóli er þar starfræktur.

Ákveðið hefur verið að grípa til aðgerða til að hefta frekari útbreiðslu covid í sveitarfélaginu. Skólahald í Auðarskóla fellur niður þessa viku og hertar heimsóknarreglur gilda á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni þangað til annað er tilkynnt, að því er segir í tilkynningu.

Þá verður Héraðsbókasafn Dalasýslu lokað í dag og Sælingsdalslaug lokuð á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert