Bætt þjónusta fyrir eldri íbúa

Jóhannes Nordal hleður bílinn. Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri sjómannadagsráðs, fylgist með
Jóhannes Nordal hleður bílinn. Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri sjómannadagsráðs, fylgist með

Rafbílum í eigu íbúa í lífsgæðakjörnum íbúðaleigufélagsins Naustavarar, dótturfélags sjómannadagsráðs, fer fjölgandi og til að bæta þjónustuna voru nýlega settar upp fjórar rafhleðslustöðvar við kjarnana í samstarfi við Hleðsluvaktina.

Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri með meiru, var fyrstur til þess að nota nýja hleðslustöð fyrir rafbíla við Brúnaveg í Reykjavík, þar sem hann býr. Slíkar stöðvar voru líka teknar í notkun á dögunum við lífsgæðakjarna félagsins við Boðaþing í Kópavogi, Hraunvang í Hafnarfirði og Sléttuveg í Reykjavík.

Við hæfi þótti að Jóhannes, sem er 97 ára, nýtti fyrstur aukna þjónustu því hann starfaði lengi að raforkumálum sem stjórnarformaður Landsvirkjunar í þrjá áratugi og formaður stóriðjunefndar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert