Ekkert enn vitað um eldsupptök í Grenivík

Slökkvilið Akureyrar að störfum.
Slökkvilið Akureyrar að störfum. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Enn er ekki vitað hvað leiddi til þess að út braust mikill bruni í húsi að Túngötu á Grenivík í gærkvöld. Málið er til rannsóknar en enn sem komið er bendir ekkert til þess að um íkveikju hafi verið að ræða. 

Þetta segir Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn rannsóknardeildar lögreglunnar á Norðurlandi eystra, í samtali við mbl.is. 

Hún segir að erfitt sé að meta að svo stöddu hvort húsið sé gjörónýtt. 

Allt tiltækt slökkvilið var sent á vettvang í gærkvöldi eins og Þorkell Már Pálsson slökkviliðsstjóri sagði við mbl.is þegar eldurinn kom upp.

„Allt mitt lið mætti og svo menn frá Ak­ur­eyri líka,“ sagði Þorkell. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert