Hrossin drepist af náttúrulegum orsökum

Oddur Árnason.
Oddur Árnason. mbl.is/Sigurður Bogi

Hrossin sem talið var að hefðu drepist vegna skotsára drápust að öllum líkindum af náttúrulegum orsökum.

Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.

Greint var frá því í gær að hrossaræktandi í Landeyjum hefði kært til lögreglunnar dauða tveggja hrossa í hans eigu. Taldi hann að gæsaskytta sem hefði verið á veiðum í nágrenninu með riffil að vopni hefði skotið þau.

Dýralæknir fór í gær með lögreglunni á Suðurlandi og skoðaði hrossin útvortis. Voru þá engin merki um að skotið hefði verið á þau og ekki talin ástæða til að fara með þau í krufningu. Bendir allt til þess að hrossin hafi drepist af náttúrulegum orsökum.

Er því rannsókn á málinu lokið af hálfu lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert