Íbúar hjúkrunarheimila á Akureyri í sóttkví

Dvalarheimilið Hlíð á Akureyri. Heimilin Aspar- og Beykihlíð eru staðsett …
Dvalarheimilið Hlíð á Akureyri. Heimilin Aspar- og Beykihlíð eru staðsett á annarri hæð í suðvestur hluta byggingarinnar. Ljósmynd/Akureyrarbær

Íbúar í Asparhlíð á Akureyri sæta nú sóttkví eftir að smit greindist hjá starfsmanni deildarinnar um helgina. Sem varúðarráðstöfun hefur einnig verið lokað á allar heimsóknir á deildina Beykihlíð. Aspar- og Beykihlíð eru deildir hjúkrunar- og dvalarheimilisins Hlíðar sem er rekið af Heilsuvernd.

Heimsóknarbannið mun standa fram á laugardag þegar niðurstöður úr seinni sýnatökum liggja fyrir. 

Unnið í samstarf við smitrakningarteymi

„Búið er að upplýsa íbúa, aðstandendur og starfsmenn um stöðuna. Verkefnið er unnið í samvinnu við smitrakningarteymi almannavarna og Viðbragðsráð Heilsuverndar Hjúkrunarheimilis,“ segir í tilkynningu frá Heilsuvernd um smitið. Þar er einnig tekið fram að aðgerðirnar muni ekki hafa áhrif á aðra starfsemi hjúkrunarheimila Heilsuverndar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert