PLAY bætir við tveimur spænskum áfangastöðum

PLAY mun bjóða upp á flug til sex áfangastaða á …
PLAY mun bjóða upp á flug til sex áfangastaða á Spáni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugfélagið PLAY hefur bætt áfangastöðunum Mallorca og Malaga á Spáni við sumaráætlun sína árið 2022. Flogið verður einu sinni í viku til beggja áfangastaða. Á miðvikudögum, til Palma á Mallorca og á sunnudögum til Malaga.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá PLAY.

PLAY mun því bjóða upp á flug á til sex áfangastaða á Spáni, en nú þegar er boðið upp á áætlunarflug til Barcelona, Tenerife, Alicante og Gran Canaria. 

Birgir Jónsson, forstjóri PLAY, segir gríðarlega eftirspurn hafa verið eftir farmiðum til Spánar frá því miðasala hófst. Íslendingar njóti sín vel á Spáni en Spánverjar sýni einnig áhuga á að koma til Íslands. „Nýju áfangastaðirnir gefa þeim eldri ekkert eftir enda eru þetta sannkallaðar paradísarborgir og við hlökkum til að fljúga sólþyrstum Íslendingum á nýja staði,“ segir Birgir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert