Tveir bæst í hóp smitaðra á spítalanum

Tveir hafa bæst í hóp þeirra sem greinst hafa með …
Tveir hafa bæst í hóp þeirra sem greinst hafa með Covid-19 á hjartaskurðdeild Landspítalans. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

Tveir hafa bæst í hóp Covid-19 smitaðra á hjartaskurðdeild Landspítalans. Um er að ræða einn sjúkling og einn starfsmann. Alls eru smitin því orðin sex.

Þetta staðfestir Már Kristjánsson yfirlæknir í svari við fyrirspurn RÚV.

Fjórir greindust með Covid-19 smit á hjarta-, lungna- og augnsk­urðdeild 12G á Land­spít­ala í gær, að því er greint frá í tilkynningu frá Landspítalanum. Líklegt er að heimsóknargestur hafi smitað sjúklingana, sem allir gengust nýlega undir opna hjartaaðgerð, sagði Már í morgunfréttum Ríkisútvarpsins

Hann segir róður Landspítalans þyngjast eftir því sem smitum fjölgar. Skert starfsemi sé á tveimur legudeildum spítalans vegna Covid-19 og því margir sem liggi inni á bráðadeildum spítalans. Þá segir hann smitsjúkdómadeildina og hjarta- og lungnadeild lokaða fyrir innlögnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert