Hegningarlögin nái yfir byrlun

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að sú háttsemi að byrla manneskju ólyfjan geti nú þegar fallið undir nokkur ákvæði hegningarlaganna en ekki hafi komið neinar tillögur né athugasemdir um hvernig breyta þyrfti löggjöfinni.

Taka þurfi það alvarlega þegar einstaklingum er byrluð ólyfjan, gæta að verkferlum og reyna að auðvelda rannsókn slíkra mála, sem er torveld vegna sönnunarskorts.

„Það hafa ekki komið neinar tillögur né athugasemdir um hvernig breyta þyrfti löggjöfinni þar sem sú háttsemi að byrla manneskju ólyfjan getur nú þegar fallið undir nokkur ákvæði hegningarlaganna,“ segir Áslaug og heldur áfram:

„Það er þó alltaf ástæða til að skoða í takt við þróun samfélagsins hvernig við getum gert betur eins og við höfum gert með breytingum undanfarin ár.“ Að lokum nefnir Áslaug að skoða þurfi aðgengi að blóðrannsóknum vegna byrlunar, auk annarra atriða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert