Kortlagning á óleyfisbúsetu hefst í dag

Þrír létust eft­ir að eld­ur kom upp í fjöl­býl­is­húsi á …
Þrír létust eft­ir að eld­ur kom upp í fjöl­býl­is­húsi á horni Bræðra­borg­ar­stígs og Vest­ur­götu í Reykja­vík 25. júní sl. Eggert Jóhannesson

Kort­lagn­ing á svo­kallaðri óleyf­is­bú­setu, það er fjölda ein­stak­linga sem búa í at­vinnu­hús­næði á höfuðborg­ar­svæðinu, hefst í dag. Kort­lagn­ing­in er fyrsti áfangi sam­starfs­verk­efn­is­ins Örugg bú­seta fyr­ir alla.

Áætlað að kort­lagn­ing­in taki þrjá mánuði

Í kjöl­far brun­ans við Bræðra­borg­ar­stíg í fyrra þar sem þrjú lét­ust var Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un (HMS) að beiðni fé­lags- og barna­málaráðherra falið að vinna að til­lög­um til úr­bóta á bruna­vörn­um í hús­næði þar sem fólk hef­ur bú­setu. Í því skyni stofnaði HMS sam­ráðsvett­vang sem lagði fram þrett­án úr­bóta­til­lög­ur, þar á meðal að kort­leggja hversu marg­ir ein­stak­ling­ar búa í at­vinnu­hús­næði, ásamt því að safna upp­lýs­ing­um um ástand bruna­varna og fé­lags­leg­ar aðstæður íbúa sem nú er verið að setja í fram­kvæmd. Ákveðið var að hefja þessa vinnu á höfuðborg­ar­svæðinu og þróa aðferðafræði sem nýt­ast mun um land allt.

Slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins var falið að leiða verk­efnið í nánu sam­starfi við HMS, Alþýðusam­band Íslands og sveit­ar­fé­lög­in á höfuðborg­ar­svæðinu.

Áætlað er að kort­lagn­ing­in muni taka um þrjá mánuði. Í því felst að hóp­ur eft­ir­lits­full­trúa heim­sæk­ir at­vinnu­hús­næði á höfuðborg­ar­svæðinu og ræðir við ein­stak­linga sem þar eru bú­sett­ir um ástand bruna­varna og fé­lags­leg­ar aðstæður þeirra. Upp­lýs­ing­ar verða óper­sónu­grein­an­leg­ar.

Koma þurfi í veg fyr­ir hörmu­lega at­b­urði

Í kjöl­far kort­lagn­ing­ar­inn­ar verði svo skoðað hvaða úr­bæt­ur þarf að ráðast í til að skapa ör­ugg­ari hús­næðisaðstæður fyr­ir íbúa, að sögn Jóns Viðars Matth­ías­son­ar, slökkviliðsstjóra Slökkviliðs höfuðborg­ar­svæðis­ins.

„Kort­lagn­ing­in skap­ar grund­völl fyr­ir stjórn­völd til að ráðast í nauðsyn­leg­ar úr­bæt­ur og koma í veg fyr­ir hörmu­lega at­b­urði eins og áttu sér stað á Bræðra­borg­ar­stíg,“ seg­ir Jón Viðar Matth­ías­son, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborg­ar­svæðis­ins.“

Á vefsíðunni homes­a­fety.is má nálg­ast upp­lýs­ing­ar um verk­efnið á sex tungu­mál­um.

Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri og stjórn­ar­formaður SHS, Halla Gunn­ars­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri ASÍ og Anna Guðmunda Ingvars­dótt­ir aðstoðarfor­stjóri HMS munu kynna sam­starfs­verk­efnið á blaðamanna­fundi sem verður hald­inn í bíla­sal Slökkviliðs höfuðborg­ar­svæðis­ins í Skóg­ar­hlíð 14 í dag kl. 11:30.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert