Tekst ekki að manna fjölda starfa

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir óráðið í 30-40% auglýstra starfa í átakinu Hefjum störf. Meðal annars hafi reynst erfitt að manna stöður á hótelum úti á landi, ekki síst þeim sem eru langt frá höfuðborgarsvæðinu.

Skýringin geti meðal annars verið sú að atvinnuleitendur hafi aflað sér háskólamenntunar en að auglýstu störfin krefjist mörg hver ekki menntunar á umræddum sviðum.

Tilefnið er að viðmælendur blaðsins í verslun og heildsölu hafa kvartað undan því að erfitt sé að manna lausar stöður, þrátt fyrir að nú sé skráð 5% atvinnuleysi á Íslandi.

Samkvæmt mælaborði átaksins Hefjum störf hafa verið auglýst 15.783 störf síðan átakið hófst 1. mars og hafa verið skráðar 6.800 ráðningar, sem er 43% ráðningarhlutfall. 

Nánar er fjallað um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert