96 smit innanlands í gær

Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala.
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Alls greindust 96 kórónuveirusmit innanlands í gær. Ekki liggur enn fyrir hversu hátt hlutfall greindist í sóttkví. 

Þetta sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala, við RÚV í morgun

„Það er blindur maður sem sér það ekki að þetta er að vaxa. Þetta er nánast að komast í veldisvöxt,“ segir Már við Rúv.

Þegar Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, var spurð hvort hún gæti staðfest þessar tölur sagði hún við mbl.is:

„Ég get staðfest að þetta er í hærri kantinum, já.“

Nánari tölur um smit í gær verður að finna á vefnum covid.is um klukkan 11.

Uppfært kl. 12.25:

41 af þeim 96 sem greindust innanlands var í sóttkví við greiningu, að því er kemur fram í nýbirtum tölum á Covid.is.

840 eru í einangrun, sem er fjölgun um 43 frá því í gær. 1.750 eru í sóttkví.

Fimm smit greindust á landamærunum, þar af voru fjögur virk. 

Tekin voru 4.008 sýni, þar af 1.630 hjá fólki með einkenni. 

588 eru núna í einangrun á höfuðborgarsvæðinu, sem er fjölgun um 27 frá því í gær. 64 eru í einangrun á Suðurlandi, sem eru sex fleiri en í gær, og 58 á Suðurnesjum, sem er einum fleiri en í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert