Rafmagn fór af um hálffimmleytið við Hlíðarenda, Skerjafjörð og miðbæ Reykjavíkur vegna háspennubilunar en unnið er að viðgerð.
Viðgerðir á slíkum bilunum taka yfirleitt ekki langan tíma og er þess vænst að rafmagn verði aftur komið á innan stundar að sögn Ólafar Snæhólm, upplýsingafulltrúa Veitna.
Fólki á fyrrgreindum svæðum er bent á að slökkva á þeim rafmagnstækjum sem slökkva ekki á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju en það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins er fólki ráðlagt að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.