Slökkviliðsmenn komnir í gult

Slökkviliðsmenn eru komnir í gult vegna veirunnar.
Slökkviliðsmenn eru komnir í gult vegna veirunnar. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu segist taka undir áhyggjur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknir um að blikur séu mögulega á lofti í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. 

Í tilkynningu á facebooksíðu slökkviliðisins segir að aukning hafi orðið í sjúkraflutningum sem tengjast faraldrinum. Alls sinnti slökkviliðið 113 sjúkraflutningum síðastliðinn sólarhring, þar af 18 í tengslum við veiruna. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert