Smit greindist á sjúkrahúsinu á Selfossi

Sjúkrahúsið á Selfossi.
Sjúkrahúsið á Selfossi. Rax / Ragnar Axelsson

Kór­ónu­veiru­smit kom upp á sjúkra­hús­inu á Sel­fossi í gær­kvöldi. Sjúk­ling­ur, sem lá inni vegna annarra ástæðna en Covid-19, greind­ist smitaður af veirunni.

Bald­vina Ýr Haf­steins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands, staðfest­ir þetta í sam­tali við mbl.is.

Bald­vina seg­ir eng­an grun hafa leikið á að viðkom­andi ein­stak­ling­ur væri smitaður enda lá hann inni vegna annarra ástæðna. Aðstand­andi viðkom­andi, sem hafði komið og heim­sótt ein­stak­ling­inn á sjúkra­húsið, hafi síðar greinst smitaður og í kjöl­far þess hafi viðkom­andi sjúk­ling­ur greinst já­kvæður.

Þrjá­tíu ein­stak­ling­ar skimaðir í kjöl­far smits 

„Deild­in hjá viðkom­andi var bara sótt­hreinsuð og nýtt fólk sett í vinnu. Þá voru þetta um þrjá­tíu starfs­menn og aðrir tengd­ir sem þurfti að skima vegna smits­ins,“ seg­ir Bald­vina.

Hún seg­ir bólu­setn­ing­ar starfs­manna og per­sónu­leg­ar sótt­varn­ir þeirra lík­leg­ast vega þungt í því að all­ar niður­stöður úr skimun­um á starfs­fólki hafi reynst nei­kvæðar. Þó bend­ir hún á að enn eigi eft­ir að koma út úr nokkr­um skimun­um.

Hún seg­ir starf­semi spít­al­ans hafa verið í ákveðnu lág­marki í dag en þó ekki þannig að um lamasess sé að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert