Styttist í örvunarbólusetningar 60-69 ára

Bólusetningar í Laugardalshöll.
Bólusetningar í Laugardalshöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bandarísk yfirvöld viðurkenna nú samsettar bólusetningar gegn Covid-19 þar sem bóluefni frá AstraZeneca og Pfizer eru bæði notuð. Staðfesting þess efnis barst í gær, að sögn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH). Mörg lönd, t.d. Kanada og Norðurlönd, hafa notað samsettar bólusetningar.

Gott flæði er í bólusetningar og einhverjir eru boðaðir alla virka daga í bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess er opið hús á Suðurlandsbraut 34 kl. 10-15 alla virka daga, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá HH.

Sex mánuðir frá fyrstu bólusetningu?

Flestir 70 ára og eldri hafa nú fengið boð um að koma í örvunarbólusetningu. Þrír mánuðir þurfa að vera liðnir frá seinni bólusetningu þess aldurshóps áður en hann fær örvunarskammt. Um helmingur boðaðra hefur skilað sér í örvunarbólusetninguna.

Fólk á aldrinum 60-69 ára verður væntanlega boðað í örvunarbólusetningu í nóvember og desember. Þá eru stærstu hóparnir í þessum aldursflokki að detta inn. Sex mánuðir þurfa að líða frá síðari bólusetningu hjá þessum aldurshópi áður en örvunarbólusetning er gefin.

„Ef liðnir eru sex mánuðir frá síðustu bólusetningu hjá einhverjum sem eru 60 ára eða eldri þá eru þeir velkomnir í opið hús á Suðurlandsbraut 34 milli klukkan tíu og þrjú á virkum dögum,“ sagði Ragnheiður. Hún segir að heilsugæslustöðvar höfuðborgarsvæðisins séu búnar að bólusetja sitt starfsfólk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert