Alls greindust 78 kórónuveirusmit innanlands í gær. 48 voru í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram á Covid.is. 13 eru á sjúkrahúsi, þar af fjórir á gjörgæslu. Þrjú smit greindust á landamærunum. Tvö þeirra voru virk og beðið er eftir mótefnamælingu í einu tilviki.
873 eru núna í einangrun, sem er fjölgun um 33 frá því í gær. 1.696 eru í sóttkví, sem eru 54 færri en í gær.
Tekin voru 3.087 sýni, þar af 1.465 hjá fólki með einkenni.