Andlátið líklega vegna hjálmleysis

Maðurinn lést á sjúkrahúsi sólarhring eftir slysið.
Maðurinn lést á sjúkrahúsi sólarhring eftir slysið. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið út skýrslu um orsök banaslyss sem varð í janúar er 65 ára gamall maður féll af reiðhjóli sínu í í Seljahverfi í Breiðholti. 

Nefndin telur að maðurinn hafi sennilega misst jafnvægið og fallið af hjólinu. Maðurinn lést síðan sólarhringi síðar á sjúkrahúsi vegna höfuðáverka en hann var ekki með hjálm og var hjólið ekki á nagladekkjum.

Segir í ábendingum nefndarinnar að erlendar rannsóknir sýni að mikill meirihluti banaslysa hjólreiðamanna sé af völdum höfuðáverka. Hvetur nefndin reiðhjólamenn til að nota ávallt viðurkenndan reiðhjólahjálm við hjólreiðar, en rannsóknir sýni að hlutfall þeirra sem hljóti alvarleg höfuðmeiðsl, þ.m.t. banaslys, sé að meðaltali 69% lægra meðal þeirra sem voru með hjálm en þeirra sem ekki voru með hjálm. 

Þá hvetur nefndin reiðhjólamenn til þess að útbúa reiðhjól sín sérstaklega vel fyrir vetrarnotkun, en í því felist meðal annars að hjóla á góðum nagladekkjum, gæta sérstaklega að sýnileika með góðum ljósum og vera í sýnileikafatnaði. 

Skýrsla rannsóknarnefndar samgönguslysa (á pdf-formi).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert