Beint: Uppbygging íbúða í Reykjavík

Árviss kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúða í Reykjavík verður haldinn í dag milli kl. 9-11 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Farið verður yfir uppbyggingu íbúða um alla borg eins, en sjónum verður einnig beint sérstaklega að mikilvægum uppbyggingarsvæðum og framtíðaráherslum Reykjavíkurborgar.

Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á mbl.is.

Í fyrra var Græna planið kynnt til sögunnar og hvernig borgin mun sækja fram með kraftmikilli fjárfestingu þar sem umhverfisleg, fjárhagsleg og félagsleg sjálfbærni verður höfð að leiðarljósi. Auk áherslunnar á Græna planið segjum við frá verkefnum eins og hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, sem og öðru í húsnæðisáætlun Reykjavíkur, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 

Dagskrá kynningarfundarins er á reykjavik.is/ibudir

Borgin heldur utan um hvar er verið að byggja og leitar eftir upplýsingum um hvenær íbúðir verða teknar í notkun til að birta í samantektum sínum. Áhugaverðar lykiltölur miðað við 1. október sl. verða kynntar:

  • 1.885 - Nýir íbúar á árinu til 1. október
  • 2.698 - Íbúðir í byggingu 1. október
  • 1.167 - Nýjar íbúðir teknar í notkun á árinu til 1. október:

Markmið Græna plansins gerir ráð fyrir 1.000 íbúðum á ári en uppbyggingin í ár er þegar komin fram úr því viðmiði eins og sjá má. Til að setja tölurnar í samhengi þá eru um 57 þúsund íbúðir eða íbúðaeiningar í borginni og fjöldi íbúa nálgast 135 þúsund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert