Innkaupa- og framkvæmdaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt erindi umhverfis- og skipulagssviðs um að tilboði fyrirtækisins Metatron í útboði vegna framkvæmda við gervigrasvelli Þróttar í Laugardal verði tekið.
Tilboð í verkið voru opnuð 7. október. Tvö tilboð bárust, annars vegar frá Metatron upp á 83,4 milljónir króna, og hins vegar frá Raf og tæknilausnum upp á 131 milljón króna.
„Lægstbjóðandi hefur staðist fjárhagsskoðun innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar og tæknilegt mat skrifstofu framkvæmda og viðhalds,“ segir í bréfi innkaupa- og tækniráðs.
Um er að ræða framkvæmdir við nýja gervigrasvelli í Laugardal ásamt endurbótum á aðalvelli Knattspyrnufélagsins Þróttar.