Einn í öndunarvél á gjörgæslu

Frá gjörgæsludeild Landspítala.
Frá gjörgæsludeild Landspítala. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Alls liggja nú 13 sjúklingar á Landspítala vegna kórónuveirunnar, þar af fjórir á gjörgæslu og einn í öndunarvél.

Þannig fjölgar sjúklingum á gjörgæslu frá í gær og einn sjúklingur hefur farið í öndunarvél. Meðalaldur sjúklinganna er 56 ár.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítala.

Alls bættust 56 fullorðnir og 21 barn á göngudeild Covid-19 í gær og eru þar nú skráðir 874 sjúklingar alls.

Sem fyrr er Landspítali á óvissustigi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert